Þróunar- og framkvæmdaverkefni

Burðarás í starfsemi Klasa frá stofnun hefur verið þróun nýrrar byggðar á skipulags- og framkvæmdastigi sem og  verkefni sem kalla á vandaða nálgun í verkefnis- og hönnunarstjórnun. Félagið er nú með yfir fjórtán ára reynslu í verkefnum sem þessum og hefur það að  markmiði að vera leiðandi á þessu sviði.

Stærsta verkefni Klasa um þessar mundir er uppbygging á 201 SMÁRA sunnan við Smáralindina. Þar stýrir félagið þróun og uppbyggingu á um 675 íbúða hverfi auk verslunar, þjónustu og gerð miðbæjartorgs sem hefur fengið nafnið Sunnutorg. Deiliskipulagi fyrir svæðið var unnið árið 2016 og nú standa framkvæmdir yfir og fyrstu íbúðir hafa verið afhentar.

Klasi vinnur að gerð deiliskipulags um þróun nýrrar byggðar við Elliðaárvog, m.a. í samstarfi við Reykjavíkurborg en Klasi á þar um fimm hektara lands í gegnum dótturfélag sitt Borgarhöfði ehf. 

Frá upphafi hefur Klasi komið að mörgum stórverkefnum. Má þar nefna samkeppni um Tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð og hótel við Austurbakka í Reykjavík. Teymi Klasa lenti í 2. sæti og hlaut Skipulagsverðlaunin 2005 fyrir verkefnið. Klasi hefur frá árinu 2004 leitt vinnu við þróun nýs miðbæjar í Garðabæ í samstarfi við bæjaryfirvöld. Verkefnið hófst með byggingu verslunarmiðstöðvar við Litlatún sem hýsir m.a. verslun Hagkaupa. Verkefninu mun ljúka árið 2018 þegar lokið verður að byggja íbúðar og þjónustuhúsnæði að Garðatorgi 6.

Verkefni í vinnslu

Önnur verkefni

Lokið