Garðatorg 6

Klasi er nú að ljúka framkvæmdum á byggingu 12 íbúða ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði á jarðhæð að Garðatorgi 6. Um er að ræða síðasta áfanga uppbyggingar á Garðatorgi sem Klasi hefur unnið að síðan árið 2005. Íbúðirnar eru frá um 65 m2 og upp í 120 m2. Búið er að leigja út verslunarhúsnæðið til þriggja rekstraraðila. Verkefni Klasa snéri að gerð skipulags fyrir miðbæjarsvæðið ásamt hönnun svæða og bygginga. Nú hafa 11 nýir rekstraraðilar hafið starfsemi á Garðatorgi og árið 2008 hófu 5 aðilar starfsemi í Litlatúni sem var fyrsti áfangi að uppbyggingu miðbæjarsvæðis Garðabæjar. Því er búið að auka mjög fjölbreyttni í þjónustu við Garðbæinga, m.a. með nýjum veitingastað en Mathús Garðabæjar hefur fengið mjög góðar viðtökur.

Önnur

núverandi verkefni

No items found.