Mánatún

Fjölbýlishús í miðborg Reykjavíkur

  • 2014-2017
    Sala
    Sala á íbúðum og byggingarrétt
  • 2013
    Framkvæmdir
    Framkvæmdir hefjast á svæðinu
  • 2012
    Fjárfesting og hönnun
    Klasi fjárfestir í svæðinu og hefur undirbúning og hönnunarvinnu.
175
íbúðir
20.000
fermetrar

Mánatún er íbúðaverkefni í miðborg Reykjavíkur. Reiturinn liggur milli Borgartúns, sem er í dag helsta miðstöð viðskipta í borginni, og Sóltúns, sem er gróið íbúðahverfi og hluti svæðis sem oft var kennt við Bílanaust. Deiliskipulag fyrir reitinn tók gildi árið 2005 og á honum hefur nú risið skrifstofubyggingin Borgartún 26 og íbúðarhúsið Mánatún 3-5.

Verkefnið var samstarf MP banka, Klasa og byggingarverktakans Sveinbjörns Sigurðssonar um byggingu þriggja fjölbýlishúsa á þremur lóðum með alls 175 íbúðum og byggingarmagni upp á 20 þúsund fermetra. Stærð og gerð íbúðanna verður fjölbreytt og rík áhersla lögð á vandaða hönnun og frágang húsanna.

Framkvæmdir hófust vorið 2013 með byggingu 89 íbúða við Mánatún 7-17, nyrst á reitnum.

Klasi sá um rekstur félags, hönnunarstýringu og framkvæmdastýringu. Alls voru byggðar og seldar 89 íbúðir en aðrar lóðir seldar til verktaka.