Nesvellir - Þjónustumiðstöð

Nesvellir lauk byggingu glæsilegrar þjónustumiðstöðvar árið 2008. Húsið er að mestu leigt til Reykjanesbæjar en auk þeirra eru nokkrir minni rekstraraðilar.

Þjónustumiðstöðin er hjarta Nesvalla. Á Nesvalla svæðinu er einnig hjúkrunarheimili, öryggisíbúðir og almennar íbúðir fyrir 65 ára og eldri. Klasi hefur í undirbúingi byggingu almennra íbúða að Nesvöllum.

Aðstaðan  á Nesvöllum er fyrsta flokks og aðgengileg öllum. Allir eldri íbúar Reykjanesbæjar geta sótt þjónustu, samveru og skemmtun.

Hluti af félagsþjónusta Reykjanesbæjar er til húsa í þjónustumiðstöðinni og stór hluti tómstundastarfs aldraðra á vegum bæjarfélagsins fer fram í glæsilegum húsakynnum Nesvalla. Þar er einnig dagdvöl aldraðra við góðan kost.

Stór og bjartur og veitingastaður, sem býður íbúum svæðisins og gestum heimilismat, er á fyrstu hæðinni. Þar er einnig aðstaða til ýmissa uppákoma, veisluhalds og skemmtana. Útgengt er á verönd og þaðan á skjólgott og fallegt útvistarsvæði Nesvalla.

Ýmis heilsutengd þjónusta er í boði á Nesvöllum og má þar nefna t.d. sjúkraþjálfun en þaðan er einnig útgengt á útvistarsvæði Nesvalla. Í þjónustumiðstöðinni er snyrtistofa og hárgreiðslustofa.

Önnur

verkefni

No items found.