Um Klasa

Stefna félagsins er að vera leiðandi aðili á sviði fasteignaþróunar á Íslandi auk þess að sjá um reksturs fasteigna og fasteignafélaga.

Klasi hefur að markmiði í öllum sínum verkum að:

  • gæta að hagkvæmni í rekstri og verkefnum samhliða fagmennsku
  • gæta ávallt að hag viðskiptavinarins og útfæra lausnir sem stuðla að velgengni hans
  • stuðla að jákvæðri þróun borgarumhverfis og bættum lífsgæðum íbúa
  • hafa opin og uppbyggileg samskipti við alla hagsmunaaðila

Saga félagsins

Félagið var stofnað í maí 2004. Frá upphafi hefur félagið verið leiðandi á sviði fasteignareksturs og fasteignaþróunar á Íslandi.

Eitt fyrsta verkefni Klasa var þátttaka í samkeppni um byggingu og reksturs tónlistar- og ráðstefnumiðstöðvar við Austurhöfnina í Reykjavík. Með þátttöku sinni í samkeppninni öðlaðist félagið mikla reynslu sem hefur síðar nýst í öllum verkefnum Klasa.

Á stofnári félagsins voru keyptar eignir Árvakurs í Kringlunni og fóru þessi tvö félög í samstarf um uppbyggingu nýrra höfuðstöðva Árvakurs í Hádegismóum sem voru teknar í notkun árið 2006. Félagið hóf þróun á Kringlusvæðinu í samstarfi við fleiri hagsmunaaðila eftir frekari fjárfestingar á svæðinu. M.a. var ráð fyrir að stækka Kringluna auk þéttingar byggðar með nýjum íbúðum, skrifstofum og þjónustu. Klasi seldi verkefnið árið 2006.

Árið 2005 fór Klasi í samstarf við Garðabæ um endurskipulagningu og þróun miðbæjarsvæðisins við Garðatorg. Fyrsta áfanga verkefnisins lauk í júní 2008 með opnun glæsilegs verslunarkjarna við Litlatún. Vorið 2014 var nýr bílakjallari á Garðatorgi tekinn í notkun og nýtt verslunar- og íbúðarhúsnæði við torgið var tekið í notkun árið 2016. Síðasta áfanga verkefnisins lauk 2018. Verkefnið er gott dæmi um farsælt samstarf einkaaðila og sveitarfélaga í byggðaþróun og þéttingu byggðar. 

Árið 2005 kom Klasi að hugmyndavinnu, uppbyggingar- og þróunarvinnu um verkefnið Nesvelli um uppbyggingu á íbúðum og þjónustu fyrir aldraða í Reykjanesbæk í samstarfi við fleiri aðila. Bygging glæsilegrar þjónustumiðstöðvar lauk árið 2008.

Klasi keypti fasteignir á Ártúnshöfða árið 2006. Markmið fjárfestingarinnar var að þróa nýja byggð á svæðinu í samstarfi við aðra lóðarhafa og Reykjavíkurborg. Síðla árs 2014 ákvað Reykjavíkurborg að efna til hugmyndasamkeppni um rammaskipulag svæðisins og samkvæmt nýsamþykktu aðalskipulagi borgarinnar hefst uppbygging þar innan fárra ára. Nú vinnur Klasi að gerð deiliskipulags í samstarfi með Reykjavíkurborg og fleiri hagsmunaaðilum.

Félagið Ásabyggð ehf. var stofnað árið 2007 og var Klasi einn stofnenda félagsins með um fjórðungshlut og sá um rekstur þess allt fram til ársins 2017. Félagið keypti fasteignir á fyrrum varnarliðssvæðinu á Keflavíkurflugvelli með það að markmiði að koma eignum í almenn not og byggja upp nýtt samfélag íbúa og atvinnustarfsemi. Sem umsjónaraðili reksturs og þróunar hefur Klasi leikið lykilhlutverki í umbreytingu svæðisins í það lifandi samfélag sem þrífst þarna í dag. Félagið stóð t.a.m. að stofnum Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs og lét vinna nýtt rammaskipulag fyrir svæðið í samstarfi við breska ráðgjafa. Í dag búa yfir 2.000 íbúar á svæðinu sem hefur hlotið nafnið Ásbrú. Eignarhlutur í félaginu Ásabyggð var seldur í lok árs 2016.

Töluverðar breytingar urðu á rekstri Klasa árið 2014, en það ár seldi félagið megnið af tekjuberandi atvinnuhúsaeignum sínum til fasteignafélagsins Regins. Sama ár var gengið frá kaupum á félaginu Smárabyggð ehf. en félagið hafði  það að markmiði að þróa nýja blandaða byggð á óbyggðu svæði sunnan við Smáralind í samstarfi við Eignarhaldsfélag Smáralindar og Kópavogsbæ.  Verkefnið nefnist nú 201 Smári. Um svipað leyti fór Klasi samstarf við Kviku banka um uppbyggingu 175 íbúða við Mánatún í Reykjavík. Félagið hefur jafnframt komið að byggingu 34 íbúða að Hrólfsskálamel og byggt stærsta forsmíðaða timburhús landsins með 27 íbúðum í Reykjanesbæ.

Á 16 ára sögu félagsins hefur Klasi unnið að fjölmörgum öðrum fasteignatengdum verkefnum jafn innanlands sem utan bæði eigin verk og verkefni fyrir ótengda aðila. 

Starfsmenn

Ingvi Jónasson
Framkvæmdastjóri
ingvi@klasi.is
Sími 578 7007
GSM 891 7601
Sindri Már Kolbeinsson
Fjármálastjóri
sindri@klasi.is
Sími 578 7013
GSM 624 8001
Halldór Eyjólfsson
Þróunarstjóri
halldor@klasi.is
Sími 578 7008
GSM 663 2028
Hildur Eggertsdóttir
Sölufulltrúi / Skrifstofa
hildur@klasi.is
Sími 578 7010
GSM 775 9845
Jón Þór Daníelsson
Verkefnastjóri
jon@klasi.is
Sími 578 7009
GSM 615 7414
Kristján Andrésson
Verkefnastjóri
kristjan@klasi.is
Sími 578 7011
GSM 822 6199

Eigendur og stjórnarmenn

Eigendur félagsins eru:
Finnur Reyr Stefánsson
Tómas Kristjánsson
Ingvi Jónasson
Halldór Eyjólfsson

Stjórn Klasa skipa:
Tómas Kristjánsson (formaður)
Finnur Reyr Stefánsson
Ingvi Jónasson
Halldór Eyjólfsson